rauðrófu carpaccio með valhnetum & döðlum


Þessi ótrúlega einfalda uppskrift passar við svo mörg tilefni og með svo fjölbreyttum mat. Þegar rauðrófurnar fá að liggja aðeins í dressingunni mýkjast þær en halda samt stökku áferðinni sem er svo gott að bíta í. Valhneturnar, vorlaukurinn og döðlurnar toppa diskinn og áferðina. Njótið í botn!

UPPSKRIFT
fyrir 4-6 sem forréttur/meðlæti

500gr lífrænar hráar rauðrófur, skornar örþunnt
2 msk lífræn kaldpressuð ólífuolía
2 lífrænar sítrónur, kreistar
2 tsk sinnep
2 tsk balsamic
3-4 stilkar vorlaukur, saxaður
100gr valhnetur, saxaðar
5 medjool döðlur, steinninn tekinn úr og saxaðar
S&P


AÐFERÐ

1. Undirbúið rauðrófurnar með því að flysja þær og skera örþunnt með mandólíni.
2. Blandið saman ólífuolíu, sítrónusafa, sinnepi og balsamic ediki og hellið yfir rauðrófusneiðarnar. Hrærið vel, rauðrófurnar mýkjast í dressingunni.
3. Setjið rauðrófurnar á disk og hellið yfir þær restinni af blöndunni. Raðið vorlauknum, valhnetunum og döðlunum yfir.


Arna Engilbertsdóttir